Hoffell er nú að landa um 585 tonnum af síld til söltunar. Er síldveiðum þar með lokið að þessu sinni. Beðið er eftir niðurstöðum loðnumælingar Hafró eða að samningum um gagnkvæmar veiðar við Færeyinga ljúki. Það er því ekki ljóst hvort næsta verkefni skipsins verður loðnuveiðar eða kolmunnaveiðar.