Þórunn
Baldvin, Guðný og Óskar

Það eru mörg verkefnin sem Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan styrkir.  Sömuleiðis er mörgum stofnunum og félagasamtökum færðar góðar gjafir.  Ein slík gjöf var afhennt heimilisfólkinu á Dvalarheimilinu Uppsölum á dögunum. Er það söngbók sem er sérstaklega útbúin fyrir þá sem þar búa og starfa.  Söngbók þessi telur 93 síður og inniheldur rúmlega 100 sönglög, íslensk og erlend, en öll með íslenskum texta.  Verður söngbókin notuð á vikulegum söngfundum heimilismanna.

Kunnu heimilsfólk Uppsala, sem og starfsfólk, vel að meta gjöfina og hefur bókin þegar verið tekin í notkun. „Hún er dásamleg“ sagði dama ein sem hefur heimilisfestar á Uppsölum, „lögin skemmtileg og letrið svo stórt og gott. Skilaðu innilegu þakklæti“ bætti hún við og annað heimilisfólk tók undir.

„Sælla er að gefa en að þyggja“ stendur skrifað og var það sannarlega upplifun greinarhöfundar sem varð þess heiðurs aðnjótandi að færa heimilisfólki Upplala þessa söngbók að gjöf og syngja með þeim fyrstu lögin úr bókinni. Þegar söngurinn var þagnaður, kaffisopinn búinn og tími til að halda sína leið voru þakkirnar ítrekaðar og er þeim hér með komið á framfæri.

BÓA