Í júlí var afli Sandfells rúmlega 270 tonn sem verður að teljast nokkuð gott af bát af þessari stærð. Þá er báturinn kominn yfir 1000 tonn á þessu ári og því kominn í 3000 tonn frá því að hann kom til Fáskrúðsfjarðar í febrúar í fyrra. Af því tilefni var haft gott með kaffinu þegar áhöfnin landaði á Stöðvarfirði í gær.