Loðnuvinnslan hf er nú að byggja nýja hreinsistöð sem tekur við öllu fráveituvatni frá vinnslhúsum fyrirtækisins. Byggingaframkvæmdir ganga mjög vel, og á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af nýja hreinsibúnaðinum hífðan inní bygginguna.