Sandfell landaði í morgunn á Fáskrúðsfirði. Aflinn var tæp 24 tonn, mest þorskur sem fór til vinnslu í frystihús LVF. Þetta er trúlega stærsta einstaka löndun bátsins hingað til. Á meðfylgjandi mynd má sjá bátinn koma inn með þennan afla og fór hann bara vel með þetta. Sandfellið fer svo aftur á sjó á mánudag n.k.