Sandfell hefur fiskað ágætlega að undanförnu. Báturinn landaði tæpum 26 tonnum um helgina. Í heild fiskaði Sandfellið 226,8 tonn í maí og var hæstur yfir landið í sínum stærðarflokki. Báturinn var líka hæstur yfir landið í apríl.