Aðalfundur Loðnuvinnslunnar h/f var haldinn 5. maí. Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2016 var 1.632 millj. sem er 17% lægra en 2015.
Tekjur LVF af frádregnum eigin afla voru 8.349 millj. sem er 16% veltuminnkun milli ára. Eigið fé félagsins í árslok 2016 var 7.155 millj. sem er 48% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut. Helstu ástæður minni hagnaðar er styrking krónunnar og minni loðnukvóti 2016.
Samþykkt var að greiða 20% arð til hluthafa eða 140 millj. kr.

Stjórn LVF er þannig skipuð Lars Gunnarsson stjórnarformaður, Elvar Óskarsson, Steinn Jónasson, Jónína Óskarsdóttir og Berglind Agnarsdóttir.
Varamenn Björn Þorsteinsson og Högni Páll Harðarson.