Hoffell Su 80 kom að landi i dag með fyrsta Kolmunnafarm ársins. Að sögn Bergs Einarssonar tók það fjóra sólarhringa að veiða þau 1500 tonn sem skipið kom með. Veiðiheimildir Loðnuvinnslunnar i Kolmunna eru 20 þúsund tonn þannig að þetta var aðeins fyrsti túr Hoffellsins við Kolmunnaveiðar þetta árið.
Gaman er að geta þess að Hoffellið er fyrst skipa að landa Kolmunna úr færeyskum sjó á þessari vertíð en um þessar mundir er Kolmunninn að ganga norður i færeyskan sjó. Aflinn fer allur i bræðslu og er mjölið notað t.d í skepnufóður.
BÓA