Ljósafell er nú að landa um 50 tonnum eftir stuttan túr. Uppistaða aflans er þorskur. Þetta er fyrsta heimalöndun skipsins eftir að hafa tekið þátt í togararalli Hafrannnsóknarstofnunar undanfarnar þrjár vikur. Jafnframt er þetta fyrsti vinnsludagur frystihússins í bolfiski eftir að hrognafrystingu lauk á þriðjudag.