Þriðjudaginn 6. desember var Hannes Auðunsson ráðinn verkstjóri í frystihús LVF. Hann byrjar í janúar n.k.
Hannes tekur við af Björgvini Hanssyni sem hefur verið hjá okkur í 11 ár.
Hannes hefur verið verkstjóri hjá Þórsnesi ehf í Stykkishólmi sl. 2 ár, þar áður hjá Golden Seafood.
Hannes er 28 ára, fæddur á Djúpavogi og kemur ásamt konu og barni hingað á Fáskrúðsfjörð.