Aðalfundur KFFB var haldinn í gær 20. apríl. Hagnaður árið 2015 var skv. samstæðureikningi 1.626 millj. Eigið fé KFFB var 5.179 millj. eða 99,5% af niðurstöðu efnahagsreiknings.
Stærsta einstaka eign félagins er 83% eignarhlutur í Loðnuvinnslunni hf.
Í stjórn KFFB eru Steinn B. Jónasson stjórnarformaður, Elvar Óskarsson, Högni Páll Harðarson, Jónína Óskarsdóttir og Berglind Agnarsdóttir.
Varamenn: Magnús Ásgrímsson, Elsa Elísdóttir og Smári Júlíusson.
Á aðalfundinum voru veittar gjafir til góðra málefna að verðmæti 6 milljónir króna.
Heilsugæslustöðin á Fáskrúðsfirði tók á móti blóðþrýstingsmæli, hjartalínurita og hjartastuðtæki að verðmæti 600 þúsund.
Sjúkrabíllinn á Fáskrúðsfirði tók á móti sjálfvirkum hjartahnoðara (Lukas2) að verðmæti 2 milljónir.
Hollvinasamtök félagsheimilisins Skrúðs tók á móti 3 milljónum til lagfæringar á félagsheimilinu.
Áhugamannahópur um Franska daga á Fáskrúðsfirði fékk 600 þúsund.