Ljósafell er nú að landa um 90 tonnum á Eskifirði. Fiskurinn fer á markað þar sem allt er á fullu í loðnufrystingu og löndunarbið hjá Norskum bátum. Ljósafell er svo að leggja af stað í árlegt „togararall“ á vegum Hafrannsóknarstofnunar. Í ár verða teknar 183 togstöðvar og er leigutími skipsins allt að 24 dagar .Brottför þann 24. febrúar kl 13:00