Á föstudaginn sl. var skrifað undir samning við Íslyft í Kópavogi á nýjum lyfturum. Samtals voru keyptir 5 rafmagnslyftarar og 4 dísellyftarar og hluti af samningi var að Íslyft keypti 10 eldri lyftara af Loðnuvinnslunni.

Á myndinni er fv. Ingimar Óskarsson, Þorri Magnússon, Árni Ólason og Friðrik Mar Guðmundsson frá Loðnuvinnslunni og Gísli Guðlaugsson og Sigurður Tómasson frá Íslyft.