Nítján norskir bátar hafa landað um 10.000 tonnum af loðnu í vikunni til bræðslu og frystingar. Loðnan hefur verið mjög vel kæld og er gott hráefni til manneldisvinnslu. Alls hefur verið tekið á móti hjá LVF um 18.000 tonnum á síðustu 14 dögum.