Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf var haldinn 11. apríl s.l. Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2013 var 541 millj. sem er svipað og 2012. Tekjur LVF að frádregnum eigin afla voru kr. 4.642 millj. Eigið fé félagsins í árslok 2013 var kr. 2.970 millj. sem er 54% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Hlutafé LVF er kr. 700 millj. og voru hluthafar í lok ársins 176. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með um 83% eignarhlut. Samþykkt var að greiða 10% arð til hluthafa eða kr. 70 millj. Á fundinum tók aðstoðarskólastjóri Eygló Aðalsteinsdóttir fyrir hönd Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar á móti 14 Ipad tölvum sem er gjöf frá Loðnuvinnslunni hf.

Stjórn LVF er þannig skipuð: Lars Gunnarsson, Elvar Óskarsson, Steinn B. Jónasson, Jónína G. Óskarsdóttir og Berglind Agnarsdóttir.

Varamenn: Björn Þorsteinsson og Elinóra K. Guðjónsdóttir.

Mynd frá afhendingu á gjöfum: Fv. Eygló Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólastjóri GF og Friðrik Mar Guðmundsson framkv. stj. LVF.