Ljósafell landaði 42 tonnum í gær, fimmtudag. Skipið hélt aftur til veiða strax að löndun lokinni. Reynt verður að haga úthaldi skipsins með þessum hætti fram að áramótum, þ.e. að skipið landi tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum.