Ljósafellið landar þétt þessa dagana. Í morgun landaði skipið 31 tonni sem var að mestu þorskur, en á mánudag landaði skipið um 100 tonnum og var uppistaðan þá ufsi, 63 tonn. Ljósafell er farið aftur á veiðar og landar næst mánudaginn 8.júli, en það verður væntanlega síðasta löndun á bolfiski á þessu fiskveiðiári sem endar 31. ágúst.