Ljósafell er að landa fyrsta afla ársins til vinnslu í frystihúsi LVF. Aflinn er um 100 tonn og uppistaðan þorskur og ufsi. Skipið heldur strax til veiða aftur að löndun lokinni, eða kl 13:00 í dag, mánudaginn 7. janúar.