Fjölskylduhjálp Íslands veitti 16 fyrirtækjum og tveimur fjölmiðlum viðurkenningar föstudaginn 30. nóvember vegna stuðnings þeirra við Fjölskylduhjálpina. Eitt fyrirtækjanna var Loðnuvinnslan hf og tók Gísli Jónatansson á móti viðurkenningu LVF. Fyrirtækin fengu áletraðan skjöld með yfirskriftinni „Fyrirtæki mannúðar 2012“. Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti viðurkenningarnar í húsakynnum Fjölskylduhjálparinnar og Ágerður Jóna Flosadóttir útskyrði þátttöku hvers fyrirtækis.