Þá er vinnsla loksins hafin að nýju í frystihúsi eftir sumarstopp. Fyrsti aflinn á nýju fiskveiðiári kom í land í morgun með Ljósafelli. Aflinn er um 95 tonn og uppistaðan ufsi, karfi og þorskur. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag 4. september kl 13:00