Hoffell er nú að landa um 250 tonnum af makríl. Þetta er síðasti farmur fyrir sumarstopp, en einnig eru veiðiheimildir í síld og makríl nánast búnar. Starfsfólkið ætti því að geta lyft sér upp því framundan er bæjarhátíð Fáskrúðsfirðinga “Franskir dagar” og verslunarmannahelgin einnig skammt undan.