Færeyska skipið Finnur Fríði frá Götu kom til Fáskrúðsfjarðar í kvöld með um 2000 tonn af loðnu. Loðnan verður kreist og hrognin fryst hjá LVF. Loðnufrysting hófst reyndar hjá LVF sunnudaginn 26. febrúar, en þá voru unnin hrogn úr Christian í Grótinum. Finnur er því annað skipið sem kemur með hrognaloðnu til Fáskrúðsfjarðar á þessari vertíð.
Það hefur gengið vel á loðnuvertíðinni hjá LVF og búið að taka á móti um 22.000 tonnum það sem af er vertíðinni.