Um síðustu helgi var farin ferð til Akureyrar á vegum Starfsmannafélags Loðnuvinnslunnar. Gist var í tvær nætur á Hótel KEA og farið á jólahlaðborð á hótelinu á laugardagskvöldið. M.a.var farið í kynnisferð í Bjórverksmiðjuna á Árskógssandi og að sjálfsögðu kannaði fólk jólavörurnar í verslunum Akureyrarbæjar. Um 75 manns tóku þátt í ferðinni og var hún hin ánægjulegasta í alla staði. Formaður Starfsmannafélags LVF er Jens Dan Kristmannsson.