Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan hf færðu Heilsugæslunni á Fáskrúðsfirði Holter hjartsláttarrita og sendistöð að gjöf frá fyrirtækjunum. Afhendingin fór fram í Tanga (gamla kaupfélaginu) sunnudaginn 6. nóvember s.l. að viðstöddum gestum. Gísli Jónatansson afhenti gjöfina f.h. stjórna fyrirtækjanna og tók Þórarinn Baldursson yfirlæknir Heilsugæslunnar í Fjarðabyggð við henni. Ávörp fluttu Þórarinn Baldursson, Stefán Þórarinsson framkvæmdastjóri lækninga HSA og Jónína G. Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Fáskrúðsfirði. Að lokinni afheningu var gestum boðið að skoða Tanga og þiggja veitingar.
Á myndinni eru f.v. Þórarinn Baldursson, Jónína G. Óskarsdóttir, Stefán Þórarinsson og Gísli Jónatansson. Ljósm. Guðmundur Hraunfjörð.