Í gær komu tveir loðnubátar til Fáskrúðsfjarðar. Færeyska skipið Júpiter kom með um 1600 tonn og Hoffell sem var með um 1000 tonn. Loðnan fer í kreistingu og eru hrognin fryst fyrir Japansmarkað.

Nú fer loðnuvertíð senn að ljúka, en Hoffell á eftir að fara einn túr í viðbót.

Myndin er af Júpiter frá Götu.