Á laugardaginn kom til Fáskrúðsfjarðar færeyska skipið Tróndur í Götu með um 1500 tonn af loðnu. Tróndur er nýtt skip sem kom til Færeyja fyrir um einu ári. Skipið er um 81 m. að lengd og 16,6 m. breitt. Tróndur í Götu er tvímælalaust eitt glæsilegasta fiskiskipið hér á norðurslóðum. Skipstjóri á Tróndi í Götu er Frits Thomsen og var hann einnig skipstjóri á eldra skipi með sama nafni.

Í dag er verið að landa um 800 tonnum af loðnu úr færeyska skipinu Jupiter og Hoffell er á heimleið með um 1100 tonn.

Myndin er af Tróndi í Götu.