Sunnudagskvöldið 9. ágúst hélt Hoffell til rannsókna á útbreiðslu makríls hér við land, en samkomulag hefur orðið um að skipið verði við þessar rannsóknir í ca. 20 daga. Hoffell verður með Árna Friðrikssyni til að byrja með og kannar í fyrstu útjaðra leitarsvæðis Árna. Eftir að Árni Friðriksson hættir rannsóknum tekur Hoffell makrílrannsóknartroll Árna og heldur áfram norður og vestur um land og klárar rannsóknina skv. nánari fyrirmælum Hafrannsóknarstofnunnar.

Hægt er að fylgjast með ferðum Hoffells og annarra rannsóknarskipa á heimasíðu Hafró.