Um hádegið lagðist Ljósafell SU 70 að bryggju á Fáskrúðsfirði með 105 tonn af bolfiski og eru um 80 tonn af aflanum ufsi.


Ljósafell kom til Fáskrúðsfjarðar 31. maí 1973 eftir 6 vikna siglingu frá Japan og hefur því þjónað Fáskrúðsfirðingum í 36 ár. Skipið var lengt og endurbyggt í Nauta-skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi 1988-1989 og aftur var skipið endurnýjað hjá Alkor-skipasmíðastöðinni í Gdansk 2007-2008. Ljósafell hefur alla tíð verið mikið happafley og með tilkomu þess varð mikil breyting í atvinnumálum Fáskrúðsfirðinga. Það má með sanni segja að ekkert skip hafi lagt eins mikið til samfélagsins á Fáskrúðsfirði eins og Ljósafell. Skipstjórar á Ljósafelli hafa frá upphafi verið þrír: Guðmundur Ísleifur Gíslason 1973-1980, Albert Stefánsson 1981-1994 og Ólafur Helgi Gunnarsson frá 1995.


Ljósafell heldur aftur til veiða kl. 20.00 annað kvöld (1/6) og kemur aftur til hafnar laugardaginn fyrir sjómannadag (6/6).