Föstudaginn 8. maí s.l. kom til heimahafnar í Klaksvík nýtt uppsjávarveiðiskip Norðborg KG 689. Skipið var byggt í Chile og var þrjár vikur að sigla til Færeyja. Skipið er 88 m langt og 18,4 m á breidd. Þetta er fullvinnsluskip búið flökunarvélum, frystitækjum og fiskimjölsverksmiðju. Skipið kostaði um 270 millj. dkr. eða um 6 milljarða ísl. kr. Eigendur, Kristian Martin Rasmussen og fjölskylda, hafa nú selt eldri skip sín Norðborg og Christian í Grjótinum.

Þessir aðilar hafa verið tryggir viðskiptavinir Loðnuvinnslunnar hf og landað miklu hráefni á Fáskrúðsfirði í gegnum tíðina. Friðrik Guðmundsson, stjórnarformaður LVF og Gísli Jónatansson, framkvstj. voru viðstaddir móttöku skipsins í Klaksvík s.l. föstudag.