Samkaup h/f., Hafnargötu 62, 230 Keflavík, hefur nú tekið á leigu verslunarhúsnæði Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga að Skólavegi 59, Fáskrúðsfirði, sem áður var í leigu hjá Kaupfélagi Héraðsbúa.

Hinir nýju rekstraraðilar eru boðnir velkomnir til Fáskrúðsfjarðar með góðum óskum um að rekstur þeirra megi verða farsæll.

Mikil ástæða er til þess að hvetja Fáskrúðsfirðinga til að taka vel á móti Samkaupum h/f og versla í heimabyggð og efla um leið byggðarlagið til framtíðar.Verslum í heimabyggð – það borgar sig.