OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Hoffell landaði í gær hjá Vinnslustöðinni hf í Vestmannaeyjum. Aflinn var 715 tonn af gulldeplu. Frá því að skipið hélt til þessara veiða þann 18. janúar hefur það fiskað 4.035 tonn af þessari tegund. Þetta er að sjálfsögðu góð búbót við önnur verkefni skipsins og má segja að vel hafi tekist til að ná tökum á þessum veiðiskap. Framundan er frekari þróun vegna hráefnisgæða, þ.e. geymslu og kælingar í lestum.