Ljósafell lagði af stað frá Akureyri kl 20:00 í gærkvöldi ( 27. feb ) og kemur til Fáskrúðsfjarðar í dag 28. feb. Skipið tekur nú kör, ís, veiðarfæri og togvíra og fer að því búnu til veiða, en fyrsta verkefni skipsins er hið árlega togararall Hafrannsóknarstofnunar.


Lokið er við vélarupprif á ljósavél Hoffells, og heldur skipið til loðnuveiða í dag kl 13:00