Í þessari viku var lokið við að mála vélarrúm að mestu leyti, einnig er verið að mála lestargólf. Klæðningarvinna gengur þokkalega og er búið að klæða veggi að mestu á millidekki og byrjað á lofti. Nýtt rými fyrir ískrapavélina er einnig langt komið. Klæðningar eru að miklu leyti komnar í borðsal, eldhúsi, á göngum og í stakkageymslur. Eldhústækin voru flutt um borð í vikunni, en eftir á að festa þau niður og tengja. Prófanir halda áfram á lögnum og tækjum og er tæknimaður frá Naustmarine að yfirfara niðursetningu á togvindum og hjálparvindum frá Ibercisa. Sjá mynd af stjórnbúnaði fyrir vindur. Einnig hefur hann eftirlit með gangsetningu á rafal og töflum. Síðasta glussavindan er komin úr upptekt og var sett um borð, og er lagnavinna fyrir lágþrýstivindur langt komin. Aðalvél var ræst á laugardag, en hún hefur ekki verið keyrð síðan 31. ágúst í fyrra. Niigatan malaði eins og köttur, að sjálfsögðu !!!!