Í síðustu viku var verið að einangra loft og veggi á millidekki og leggja út leiðara til að festa klæðningar í lofti og veggjum. Lestarspíralar voru settir upp aftur þar sem þeir höfðu verið rifnir frá. Prófanir á lögnum og tækjum halda áfram og í vikunni var ketill og lagnir honum tengdar prófaðar. Einnig kom maður frá Westfalia til að annast gangsetningu og prófanir á nýju olíuskilvindunum og lögnum þeim tengdum. Tengivinna við afl og stýristrengi fyrir togvindur og spilmótora að mestu búin. Veggklæðningar í sturtum og klósettum að mestu búnar og búið að setja nýjar hurðir fyrir þessi rými. Á myndinni má sjá rafvirkja Alkor vinna við tengingar í töflu fyrir nýju pressuna fyrir matvælaklefana.