Starfsmenn Loðnuvinnslunnar hf. í Póllandi heilsa á nýju ári. Það helsta sem skeði yfir jól og áramót var að lokið var við smíði á nýju rými fyrir loftræstikerfi á hæð undir brú og lagðir frá því loftstokkar. Einnig er verið að leggja nýtt loftræstikerfi fyrir millidekk. Þrjár trixavindur voru settar um borð og er byrjað að leggja nýjar lagnir að lágþrýstivindum.

Vinna við milliveggi og klæðningar í borðsal byrjuð. Flísalögn á klósettum, eldhúsi og matvælageymslu búin. Málning í vélarrúmi og geymslum er í gangi og búið að mála loft og veggi í lest. Framgangur er þó ekki eins hraður og hann þarf að vera og er Alkor Shiprepairyard búinn að tilkynna tafir á afhendingu skipsins fram í viku 5. ( 28. janúar til 3. febrúar )