Stál og suðuvinna hefur gengið vel þessa viku og eru spilundirstöður að verða tilbúnar, auk þess er unnið að styrkingum á dekki ofl. Endurnýjun á sjólögnum í vél gengur sömuleiðis þokkalega. Sandblæstri er að mestu lokið, en í vikunni var lest, dekkhúsin, borðsalur og fleira sandblásið og grunnað. Aðeins er eftir að sandblása pokagálgann. Akkerisvindan er komin um borð eftir yfirhalningu. Lághitakælir er kominn á sinn stað. Nýju brunndælurnar fyrir millidekkið komu í vikunni. Vinna við raflagnir og pípulagnir er komin af stað og má á myndinni sjá nýju olíuskilvindurnar, en einnig er unnið að tengingum á þeim.