Ljósafellið var sjósett föstudaginn 2. nóvember, en allri vinnu við botn og síður, öxul, skrúfu og stýri lauk í vikunni og er verkið úttekið af Lloyds. Einnig var lokið við að mála keðjukassa og sandblása akkeri og akkeriskeðjur og þau hífð um borð. Byrjað er að sandblása neðandekks í eldhúsi, stakkageymslu, nýju klósettunum og nýju matvælageymslunum. Lokið er viðgerð á afgaskatli og hann kominn um borð.