Sandblástur og málun utandekks hefur verið í gangi í þessari viku og gengið vel. Skrokkur skipsins lítur mjög vel út og þykktarmælingar gefa góðar niðurstöður. Suðuvinnu við skutrennu og skut er lokið, einnig er langt komið með nýja vasann fyrir skutrennulokann. Nýjir töfluskápar og stjórnbúnaður fyrir tog og hjálparvindur kominn á sinn stað í vélarrúmi og vaktklefa. Öll tengivinna er þó eftir. Nýjar undirstöður fyrir togspilin eru komnar um borð og er verið að fella þær að dekkinu eins og sést á meðfylgjandi mynd