Á aðalfundi Landssambands ísl. útvegsmanna sem haldinn var á Hilton Hóteli í Reykjavík 25. og 26. október s.l. voru umhverfisverðlaun LÍÚ veitt í 9. sinn. Að þessu sinni hlaut Loðnuvinnslan hf á Fáskrúðsfirði verðlaunin. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, afhenti Gísla Jónatanssyni, framkvæmdastjóra LVF., umhverfisverðlaunin 2007.

Verðlaunin voru glerlistaverk eftir Ingu Elínu Kristinsdóttur.