Í þessari viku var öxldráttur og yfirhalning á skrúfuhaus, stýri og stýrisstamma í gangi. Skipt var um skrúfublöð, og allt verkið tekið út og samþykkt af Lloyds. Ýmis búnaður var settur um borð í vikunni og er verið að koma fyrir, svo sem nýr spilrafall, skiljubúnaður fyrir skólp, ný ruslalúga á millidekk, fiskilúga komin eftir yfirhalningu. Seinnipart viku hefur rignt og það snjóaði á föstudegi, en á meðan var unnið að sandblæstri og málun á vatnstönkum. Járnavinna víða í gangi, verið að sjóða í skutrennu og í vasanum fyrir skutrennulokann, verið að sjóða upp nýja lensibrunna fyrir millidekk. Nýju togvindurnar komu til Gdansk í vikunni ásamt nýju hjálparvindunum og er þá mest af þeim búnaði sem fer um borð í Póllandi komið. Á myndinni að ofan getur að líta aðra nýju togvinduna frá Ibercisa.