Í þessari viku var byrjað á sandblæstri á skipinu. Búið er að sandblása fram á bakka, yfirbygging, trolldekk og í kringum vindur. Stýri tekið af og öxull og skrúfa tekin í land. Akkerum og keðjum slakað niður og þær lagðar út til hreinsunar og skoðunar. Búið að brenna burtu vasann fyrir skuthliðið og búið að smíða nýjan skutrennuloka. Suðuvinna er víða í gangi, spilundirstöður, styrkingar neðandekks undir spilum, nýja dekkhúsið, stigagangur til lestar ofl. Einnig er verið að gera við skemmdir á sb síðu efir núning við bryggju. Botnstykki Kajo-denki fjarlægt, og verið að útbúa festingar fyrir Simrad ES-60 dýptarmæli. Yfirhalning á grandara, gilsa og trixavindum er langt komin og líta þær þokkalega vel út að innan.