Ljósafell var tekið uppí flotkví á föstudegi 5. október. Byrjað var að þvo skipið með vatnsblæstri á botni og síðum og undirbúa skipið fyrir sandblástur. Skipt var um legur í AC rafal og hann hreinsaður. Byrjað að rífa í lest, spíralar, klæðningar og einangrun til að koma fyrir nýjum stigagangi og nýjum lensibrunnum fyrir millidekk. Freontankur fjarlægður úr lest. Byrjað að sjóða styrktarbönd undir togvindur, einnig byrjað að sjóða plötur í dekkhús fyrir nýju stakkageymsluna.