Hoffell kom í morgun til Fáskrúðsfjarðar með um 250 tonn af síld. Síldin verður flökuð og söltuð hjá LVF.

Þá er flutningaskipið Mangó að lesta 1500 tonn af fiskimjöli sem selt hefur verið til Danmerkur.