Fyrsta síldin á þessu hausti barst til Fáskrúðsfjarðar í morgun. Það var Hoffell SU 80 sem kom með um 100 tonn. Síldin veiddist á Hvalbaksgrunni og var skipið 3 tíma í land. Síldin fer öll í flökun og söltun hjá Loðnuvinnslunni.