Lokið var við að hreinsa burt restina af gömlu undirstöðunum fyrir togspilin. Tankahreinsun og þykktarmæling á olíutönkum lokið og kom hún vel út. Upptekt á rafalagír í gangi, sömuleiðis er verið að hreinsa og skipta um legur í AC rafal. Toggálgi skorinn af skipinu og farið með hann í land til viðgerða, svo og til að sjóða í hann nýtt stykki vegna hækkunar um 30 cm. Byrjað að þvo skipið uppá brú og fram á bakka með vatnsblæstri. Einnig unnið að því að verja kapla og búnað fyrir sandblástur. Fiskilúga tekin í land til viðgerða. Nýrri olíuskilvindu og smurolíuskilvindu ásamt dælum og hiturum komið fyrir og soðið niður á undirstöður. Ýmislegt af nýjum búnaði í skipið er að berast og á myndinni hér til hægri gefur að líta nýtt vakúm kerfi fyrir WC og frárennsli. Skipverjar ættu því að una vel á klósettinu fullvissir þess að „plopsið“ verður meðhöndlað samkvæmt nýjustu reglum EES.