Fimmtudagskvöldið 27. september n.k. flýgur 75 manna hópur starfsmanna LVF og maka frá Egilsstöðum í helgarferð til Barcelona. Það er Starfsmannafélag LVF sem annast hefur undirbúining ferðarinnar í samvinnu LVF. Farið verður í skoðunarferðir um svæðið og á knattspyrnukappleik og skemmtun haldin á laugardagskvöldinu. Ferðalangarnir halda svo heim á leið með flugi til Egilsstaða mánudaginn 1. október.