Í þessari viku hefur ennþá verið að rífa ýmislegt frá og fóru togvindurnar í land í vikunni ásamt stórum hluta af undirstöðum þeirra. Afgasketill hífður í land til viðhalds, lághitakælir fjarlægður úr vélarrúmi, glussadæla ásamt mótor og tank fjarlægð úr skorsteinshúsi bb til að rýma fyrir nýrri stakkageymslu. Rifið innan úr fiskmóttöku svo hægt sé að klæða með rústfríu efni. Lestargöng á efra dekki skorin í burtu til að rýma fyrir nýjum sturtum og klósettum. Lestargöng á neðra dekki skorin í burtu til að rýmka fyrir stækkuðum borðsal. Gamli spilrafallinn rifinn í land í pörtum og verið að rýma leið fyrir þeim nýja niður í vélarrúm. Verið er að þykktarmæla skipið. Akkerisvinda og hjálparvindur eru komnar á verkstæði og er verið að sandblása þær og yfirfara. Á myndinni hér að ofan eru þeir starfsmenn sem sinna stjórnun og eftirliti með breytingunum á Ljósafellinu í Póllandi. Þeir eru frá vinstri: Kjartan Reynisson, útgerðarstjóri, Ryszard Zdunowski, pólskur eftirlitsmaður, Gunnar Óli Ólafsson, yfirvélstjóri og Ragnar Logi Björnsson, 1. vélstjóri