Í dag er verið að landa um 300 tonnum af norsk-ísl. síld úr Finni fríða. Skipið fékk í skrúfuna um 350 sjómílur norður í hafi og var dregið til Fáskrúðsfjarðar af færeyska skipinu Júpiter, en skipin voru saman á partrolli. Ferðin til Fáskrúðsfjarðar tók einn og hálfan sólarhring. Síldin fer bæði til söltunar og frystingar.