Fyrsta vika við endurbætur á Ljósafelli hefur gengið ágætlega. Verið er að fjarlægja allt lauslegt af skipinu fyrir sandblástur og málun.

Frárif hefur gengið vel og er búið að rífa allt úr borðsal, eldhúsi, stakkageymslu, matvælageymslum, en einnig er langt komið með að rífa á millidekki. Á millidekki er búið að fjarlægja plötufrysti og einangrun og klæðningar úr lofti og veggjum. Þar er einnig unnið að því að fjarlægja gamla frystiklefann. Búið er að rífa pokavindur á afturdekki og dælu og mótor fyrir þær. Einnig er búið að taka í land til viðgerða 2 gilsavindur, 4 trixavindur og akkerisspilið. Í vélarrúmi er búið að rífa frá gömlu olíuskilvindurnar og er unnið að því að rífa allt sem tilheyrir frystikerfinu sem var sett í fyrir 18 árum.