Hagnaður af rekstri Loðnuvinnslunnar hf á Fáskrúðsfirði fyrstu 6 mánuði ársins 2007 nam kr. 302 millj., en á sama tíma árið 2006 var 67 millj. króna tap á rekstrinum.
Rekstrartekjur félagsins að frádregnum eigin afla voru kr. 1.790 millj. og hækkuðu um 8% miðað við sama tímabil árið 2006. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam kr. 297 millj. , sem er 17% af tekjum, en var kr. 411 millj. og 25% af tekjum árið á undan. Veltufé frá rekstri var kr. 279 millj. eða 16% af tekjum miðað við 18% á miðju ári 2006. Afskriftir voru kr. 97 millj., sem er sama fjárhæð og árið áður.
Eigið fé félagsins var í lok tímabilsins kr. 1.834 millj., sem er 52% af niðurstöðu efnahagsreiknings og hafði hækkað um 19% frá fyrra ári. Nettó skuldir félagsins voru kr. 797 millj. miðað við kr. 1.220 millj. árið áður.
Fyrstu 6 mánuði ársins tók Loðnuvinnslan á móti um 50.000 tonnum af sjávarafla, sem skiptist í 19.000 tonn af loðnu, 27.000 tonn af kolmunna, 1.500 tonn af síld og 2.100 tonn af bolfiski.
Afkoma félagsins á síðari hluta ársins ræðst einkum af síldarvertíðinni í haust og þróun á gengi íslensku krónunnar.